Íslandsmótshelgi neðri deilda frestað til 23.-25. apríl

Stjórn BLÍ hefur ákveðið að fresta Íslandsmótshelgi neðri deilda sem átti að vera helgina 26.-28. mars og verður í staðin leikin 23.-25. apríl.

Vinna er hafin við að finna mótsstaði og verða þeir tilkynntir liðunum fyrir páska.

Stjórn BLÍ hefur einnig tekið ákvörðun um að önnur Íslandsmótshelgi verði leikin 28.-30. maí en úrslitakeppni efstu deildar lýkur helgina á undan. Markmiðið hefur alltaf verið að ná að klára mótahald neðri deilda og fylgja reglugerð sambandsins.