KA og HK mætast einnig í úrslitum karla

Blaksamband Íslands, merki með texta

Undanúrslitum karla er lokið og eru það KA og HK sem mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. 

Í kvöld fór fram oddaleikur HK og Aftureldingar í undanúrslitum er liðin mættust í Fagralundi. HK hafði betur 3-1. 

Eins og áður sagði þá mætir HK liði KA en KA vann sína viðureign 2-0 á móti Álftanesi. Úrslitin hefjast þriðjudaginn 9. apríl og er fyrsti leikur á heimavelli HK.