KA og HK mætast í úrslitum

Blaksamband Íslands, merki með texta

Undanúrslitum kvenna er lokið og eru það KA og HK sem mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. 

Í gærkvöld fóru fram tveir leikir í undanúrslitum þegar Völsungur fékk KA í heimsókn en HK mætti Aftureldingu í Mosfellsbæ. 

KA liðið hafði unnið sinn heimaleik 3-2 á sunnudaginn og vann síðan útileikinn í gær 3-1 gegn Völsungi eftir hörkuleik. 

HK liðið vann sinn heimaleik á sunnudag 3-1 og síðan í gærkvöld í Mosfellsbænum gegn Aftureldingu 3-0.