Úrskurður aganefndar vegna kæru um óíþróttamannslega hegðun

Blaksamband Íslands, merki með texta

Fundur var í aganefnd Blaksambands Íslands vegna kæru sem barst eftir leik HK og Aftureldingar þann 30. mars í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. Efni kæru var vegna ósæmilegrar hegðunar leikmanns HK. Dómur aganefndar var eftirfarandi:

Leikmaðurinn fékk gult spjald fyrir tiltækið. Kæran snýst því í raun um störf dómarans. Kærunni er því vísað frá.

Af gefnu tilefni vill stjórn Blaksambandsins koma því á framfæri að aganefnd er sjálfstætt úrskurðarvald blakhreyfingarinnar og starfar óháð stjórn BLÍ, öðrum nefndum, skrifstofu BLÍ, eða öðrum aðilum og einingum innan blakhreyfingarinnar. Hlutverki, skipulagi og verklagi aganefndar er lýst í lögum BLÍ.

Stjórn Blaksambandsins vill taka það skýrt fram að það sú hegðun sem átti sér stað í viðkomandi leik er með öllu óásættanleg. Í ljósi úrskurðar aganefndar mun stjórn BLÍ funda með dómaranefnd.

Stjórn BLÍ leggur áherslu á að ábyrgðin er okkar allra, stjórnar BLÍ, félaganna og leikmanna sjálfra, að óíþróttamannsleg hegðun eigi aldrei rétt á sér og verði ekki viðurkennd.