Landsliðin valin fyrir NOVOTEL

Landsliðsþjálfarar hafa valið lokahóp sinn sem tekur þátt í NOVOTEL CUP í Luxemborg dagana 3.-5. janúar 2020. Liðin hafa æft undanfarna daga og eru lokahóparnir gefnir út í dag.

Kvennalandsliðið er ungt að árum með reynslubolta í fararbroddi en alls eru 5 leikmenn að spila sinn fyrsta A landsleik í mótinu. Borja og Valal eru þjálfarar liðsins en sjúkraþjálfari er Lilja Minný Sigurbjörnsdóttir

14 leikmannahópur
Gígja Guðnadóttir, KA (9 leikir)
Helena Kristín Gunnarsdóttir, KA (24 leikir)
Kristina Apostolova, Afturelding (26 leikir)
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þróttur Nes (2 leikir)
Kristín Fríða Sigurborgardóttir, Afturelding (nýliði)
María Rún Karlsdóttir, Afturelding (23 leikir)
Sara Ósk Stefánsdóttir, HK (9 leikir)
Valdís Unnur Einarsdóttir, Afturelding (nýliði)
Matthildur Einarsdóttir, HK (22 leikir)
Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, KA (5 leikir)
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, Vestri (nýliði)
Thelma Dögg Grétarsdóttir, Afturelding (49 leikir)
Jóna Margrét Arnarsdóttir, KA (nýliði)
Daníela Grétarsdóttir, Afturelding (nýliði)

Karlalandsliðið er reynslumeira en þó eru 4 leikmenn sem spilar sinn fyrsta A landsleik. Tihomir Paunovski og Egill Þorri Arnarsson stýra landsliðinu í fyrsta sinn og hafa valið 14 leikmenn í lokahóp. Bjartmar Birnir er sjúkraþjálfari liðsins.

14 leikmannahópur
Kristófer Björn Ólason Proppé, HK (nýliði)
Bjarki Benediktsson, HK (12 leikir)
Lúðvík Már Matthíasson, HK (50 leikir)
Galdur Máni Davíðsson, Þróttur Nes (9 leikir)
Sigþór Helgason, Afturelding (4 leikir)
Hafsteinn Valdimarsson, Calais (77 leikir)
Ragnar Már Garðarsson, Álftanes (nýliði)
Þórarinn Örn Jónsson, Þróttur Nes (3 leikir)
Máni Matthíasson, Tromsö (35 leikir)
Bjarki Sveinsson, Afturelding (nýliði)
Ævarr Freyr Birgisson, Marienlyst (34 leikir)
Elvar Örn Halldórsson, HK (8 leikir)
Kári Hlynsson, Afturelding (nýliði)
Arnar Birkir Björnsson, HK (26 leikir)

Landsliðin spila í boðsmótinu NOVOTEL CUP í Luxemborg en til leiks að þessu sinni mæta lið Englands, Skotlands, Luxemborgar og Íslands (bæði kyn) samtals 8 lið. Mótið hefst á föstudaginn, 3. janúar og klárast seinnipartinn 5. janúar. Nánari upplýsingar má finna hér http://novotelcup.lu/

Fararstjóri hópsins er Ólafur Jóhann Júlíusson en alls fara 35 einstaklingar í ferðina (28 leikmenn og 7 starfsmenn). Hópurinn fer utan að morgni nýársdags og kemur heim seinni partinn 6. janúar.