Mizunolið ársins 2019-2020

Þegar Blaksamband Íslands aflýsti allri keppni í vor vegna COVID-19 átti einungis eftir að spila lokaumferðina í Mizunodeildum karla og kvenna. Undanfarnar vikur hafa liðin í deildinni verið að kjósa í lið ársins og er komið að því að tilkynna um valið.

Tilkynningin kemur á heimasíðuna í dag en verðlaun verða svo afhent á ársþingi BLÍ þann 13. júní, eftir hádegishlé.

Það eru þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem kjósa þá leikmenn og þjálfara sem þeir telja að hafi staðið sig hvað best á leiktímabilinu. Einnig völdu þjálfarar og fyrirliðar besta dómara ársins ásamt efnilegasta og besta leikmanni tímabilsins.

Mizunodeild kvenna – lið ársins 2019-2020

Úrvalslið Mizunodeildar kvenna 2019-2020

Kantar: María Rún Karlsdóttir, Aftureldingu og Helena Kristín Gunnarsdóttir, KA
Miðjur: Cristina Ferreira, Þróttur R. og Sara Ósk Stefánsdóttir, HK
Uppspilari: Jóna Margrét Arnarsdóttir, KA
Díó: Thelma Dögg Grétarsdóttir, Afturelding
Frelsingi: Kristina Apostolova, Afturelding
Þjálfari: Ingólfur Hilmar Guðjónsson

Efnilegasti leikmaður: Jóna Margrét Arnarsdóttir, KA

Besti leikmaður: Helena Kristín Gunnarsdóttir, KA

Mizunodeild karla – lið ársins 2019-2020

Úrvalslið Mizunodeildar karla 2019-2020

Kantar: Jesus M. Montero Romero, Þrótti Nes og Mateusz Klóska, Vestri
Miðjur: Mason Casner, Álftanesi og Galdur Máni Davíðsson, Þrótti Nes
Uppspilari: Lúðvík Már Matthíasson, HK
Díó: Miguel Mateo Castrillo, KA
Frelsingi: Arnar Birkir Björnsson, HK
Þjálfari: Raul Rocha, Þrótti Nes

Efnilegasti leikmaður: Elvar Örn Halldórsson, HK


Besti leikmaður: Lúðvík Már Matthíasson, HK

Dómari ársins: Sævar Már Guðmundsson

Blaksamband Íslands óskar öllum til hamingju með árangurinn.