Frá BLÍ, FSÍ, FRÍ, HSÍ, KSÍ, KKÍ og SSÍ
Íþróttastarf gengur ekki bara út á að kenna börnum og unglingum iðkun íþróttagreina. Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu uppeldishlutverki gagnvart þessum ungu iðkendum og í starfinu er ekki síður unnið markvisst að því að kenna góð gildi sem má taka með sér út í lífið.
Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að börn eigi rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um þau málefni sem þau varða. Við viljum að börn og unglingar, þátttakendur í okkar íþróttastarfi, finni fyrir öryggi, trausti og hvatningu til góðra verka og að þau finni að við höfum þeirra farsæld, velferð, heilbrigði og hag að leiðarljósi.
Þess vegna taka neðangreind íþróttasérsambönd heils hugar undir sameiginlega yfirlýsingu ríkis, borgar og annarra samtaka um hinsegin mál og fræðslumál.
Blaksamband Íslands
Fimleikasamband Íslands
Frjálsíþróttasamband Íslands
Handknattleikssamnband Íslands
Knattspyrnusamband Íslands
Körfuknattleikssamband Íslands
Sundsamband Íslands
Stjórnarráðið: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/09/14/Vegna-umraedu-um-hinsegin-og-kynfraedslu/
Borgin: https://reykjavik.is/frettir/vegna-umraedu-um-kynfraedslu-og-hinseginfraedslu
Fréttatilkynningin: https://reykjavik.is/sites/default/files/2023-09/frettatilkynning-vegna-umraedu-um-hinseginfraedslu_2.pdf