SCA að Varmá – stelpurnar enduðu í 2. sæti

Stelpurnar okkar unnu Færeyinga í síðasta leik SCA-mótsins um liðna helgi og tryggðu sér 2. sætið í leiðinni.

Fyrir leikinn var ljóst að þetta yrði úrslitaleikur um það hvort liðið myndi enda í 2. sæti SCA mótsins að Varmá. Bæði lið höfðu unnið Írland og tapað fyrir Skotlandi dagana á undan og því var spenna í loftinu fyrir leik liðanna. Það er ekki óvanalegt að þegar Ísland mætir Færeyingum að leikirnir endi í fimm hrinum en það varð þó ekki rauninn sl. sunnudag. Íslensku stelpurnar kláruðu leikinn í 4 hrinum og unnu síðust hrinuna mjög sannfærandi.

Leikurinn endaði 3-1 (25-21, 23-25, 25-22, 25-15) fyrir íslenska liðinu en leikurinn var lengi vel í járnum fyrir utan fjórðu hrinuna.

Stelpurnar leggja af stað til Svartfjallalands þriðjudagskvöldið en stór hluti hópsins er að fara taka þátt í undankeppni Evrópumótsins U21 árs liða.