Skráning í Íslandsmót BLÍ 2020-2021

Búið er að opna fyrir skráningar í Íslandsmót BLÍ fyrir tímabilið 2020-2021.

Formenn og forsvarsmenn félaga hafa fengið tölvupóst með skráningarformi sem þarf að fylla út og skila til mótastjóra fyrir 15. maí nk.

Skráningarfrestur 15. maí – umhugsunartími til 1. júní

Skráningarfrestur skv. reglugerð BLÍ er til 15. maí fyrir þau lið sem tóku þátt á Íslandsmótinu 2019-2020.

En þar sem BLÍ er að taka upp nýtt skráningarfyrirkomulag þá mun skráningarfresturinn nánast sjálfkrafa færast aftur um nokkra daga og því er umhugsunartími liða lengri fyrir vikið. Þannig að, þó svo að félögin skili skráningum til okkar fyrir 15. maí þá hafa þau ennþá ákvörðunarfrest til mánaðamóta um hvort félagið/liðið ætli sér að taka þátt. Gjalddagi greiðsluseðils verður settur á í krignum 20.-25. maí og eindagi seðilsins 1. júní.
Ef félög/lið ákveða, fram að 1. júní, að taka ekki þátt þá þarf ekkert að tilkynna það sérstaklega heldur helst það í hendur við greiðslu á staðfestingargjaldinu. Ef það er ekki greitt þá þýðir það að liðið ætli sér ekki að taka þátt á komandi tímabili.

Nýskráningar liða

Hægt verður að nýskrá lið alveg fram til 31. maí í ljósi þess að við erum að taka upp nýtt kerfi. Þau félög sem vilja nýskrá lið til leiks fyrir komandi tímabil þurfa einfaldlega að senda tölvupóst á motastjori@bli.is með eftirfarandi upplýsingum:

  • Heiti félags/liðs
    • Heimilisfang, kennitala, netfang, símanúmer
  • Tengiliður
    • Fullt nafn, kennitala, netfang og símanúmer
  • Skráning í deild
    • Miz kk/kvk, 1. deild kk/kvk eða neðri deildir.

Þegar skráning er staðfest af mótastjóra verður sendur greiðsluseðill fyrir staðfestingargjaldi og skal hann greiðast fyrir 1. júní, eins og með aðrar skráningar í mót.

Blaksamband Íslands minnir á eftirfarandi dagsetningar:

  • 15. júní: umsóknir fyrir helgarmót skulu berast fyrir 15. júní
  • 15. júní:  mótanefnd raðar upp í deildir/riðla
  • 30. júní: drög að mótahaldi vetrarins skulu liggja fyrir (dagsetningar helgarmóta)

F.h. mótanefndar BLÍ
Óli Þór Júlíusson