Skráning opin í 1. deildir 2022-2023

Búið er að opna fyrir skráningu í 1. deildirnar fyrir keppnistímabilið 2022-2023.

https://forms.office.com/r/j7Gebf7JPv

BLÍ á grunnupplýsingar um öll félög sem eiga nú þegar lið skráð í Íslandsmót og því þarf einungis að senda inn eftirfarandi upplýsingar til mótastjóra ef félag ætlar að skrá lið til leiks:

  • Nafn liðs
  • Nafn og kennitala forráðamanns
  • Netfang og símanúmer forráðamanns

1. deild skal skipuð B-liðum Úrvalsdeildaliða og öðrum liðum sem kjósa að keppa í 1.deild. Verði lið í 1. deild fleiri en 12 skal deildin verða riðlaskipt og mótanefnd falið að útfæra þá skiptingu nánar. Athygli er vakin á eftirfarandi punktum:

  • Engin breyting verður á fyrirkomulagi deildarinnar frá síðasta keppnistímabili, spilað verður heima og að heiman
  • Engin félög féllu úr deildinni eða koma upp eftir síðasta keppnistímabil
  • Fleiri en eitt lið frá sama félagi geta verið í 1.deild
  • B-lið félags (eitt lið) getur einungis verið tengt úrvalsdeildarliðinu
  • Öllum félögum er frjálst að skrá/óska eftir þátttökurétti í 1.deild

Ef um nýskráningu félags er að ræða, þ.e. félagið á engin lið skráð á Íslandsmót og er að taka þátt í fyrsta skipti eða eftir einhverja pásu þá þarf að óska eftir skráningarblaði frá mótastjóra með því að senda póst á motastjori@bli.is. Þau lið skulu samt einnig fylla inn formið hér að ofan.

Skráningu lýkur 15. júlí 2022.

Gjaldskrá 2022-2023