Skráning opin í neðri deildir 2022-2023

Opnað hefur verið fyrir skráningar í neðri deildir 2022-2023.

BLÍ á grunnupplýsingar um öll félög sem eiga nú þegar lið skráð í Íslandsmót og því þarf einungis að senda inn eftirfarandi upplýsingar til mótastjóra ef félag ætlar að skrá lið til leiks:

  • Nafn liðs
  • Nafn og netfang formanns blakdeildar
  • Nafn, netfang og símanúmer forráðamanns liðs í keppni
https://forms.office.com/r/w0dvwe1BBD

Ef um nýskráningu félags er að ræða, þ.e. félagið á engin lið skráð á Íslandsmót og er að taka þátt í fyrsta skipti eða eftir einhverja pásu þá þarf að óska eftir skráningarblaði frá mótastjóra með því að senda póst á motastjori@bli.is. 

2. deild og neðar er skv. reglugerð BLÍ leikin í formi deildarkeppni líkt og áður. Áfram er spilað í helgarmótaformi og eru 12 lið í hverri deild. Mótanefnd ákveður mótafyrirkomulag deildarkeppninnar þegar skráningar eru ljósar. 
Keppnishelgarnar verða 12.-13. nóv, 14.-15. jan og 17.-19. mars og verða mótsstaðir kynntir þegar skráning er komin í ljós.

Skráningu lýkur 5. ágúst 2022.