Strandblaksnámskeið í júlí

Það er vaxandi áhugi á strandblaki hér á Íslandi og hefur það ekki farið fram hjá Blaksambandinu. Dagana 8.,10. og 11. júlí stendur Blaksamband Íslands því fyrir strandblaksnámskeiði í Fagralundi sem opið er öllum áhugasömum.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Elísabet Einarsdóttir, Matthildur Einarsdóttir og Helena Einarsdóttir. Þær systur hafa allar góða þekkingu á strandblaki og koma þær til með að deila þekkingu sinni á námskeiðinu.​

Boðið verður uppá æfingar fyrir þrjá flokka:
Yngri byrjendur (ungmenni fædd 2008 og síðar), almennir byrjendur og svo hópur fyrir þá sem hafa nú þegar grunnþekkingu í strandbalki og langar að auka við hæfni. 

Hver flokkur hittist tvisvar sinnum á þessum þremur dögum annað hvort 17:30-19:00 eða 19:15-20:45 í Fagralundi en nánara skipulag verður sent út þegar skráning lokar 4.júlí nk. Það er hámarksfjöldi í hverjum hópi svo að hver og einn fái góða kennslu á námskeiðinu. 

Skráning fer fram á Sportabler: https://www.abler.io/shop/bli