Landsliðsþjálfarar U17 liðanna hafa valið lið sín fyrir NEVZA mótið í IKAST
Borja Gonzalez Vicente og Thelma Dögg Grétarsdóttir sjá um kvennaliðið sem fer til IKAST en Ísland má senda leikmenn fæddir árið 2002 og síðar í þetta mót.
Leikmenn U17 stúlkna
Líney Inga Guðmundsdóttir, HK (fyrirliði)
Arna Sólrún Heimisdóttir, HK
Valdís Unnur Einarsdóttir, Afturelding
Katla Hrafnsdóttir, Þróttur R
Ester Rún Jónsdóttir, Þróttur Nes
Jóna Margrét Arnarsdóttir, KA
Heiðbrá Björgvinsdóttir, KA
Embla Rós Ingvarsdóttir, Þróttur Nes
Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þróttur Nes
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, Vestri
Heba Sól Stefánsdóttir, HK
Gígja Ómarsdóttir, Þrótti Nes
Bæði lið U17 karla og kvenna æfa dagana 11. og 12. október að Varmá í Mosfellsbæ en liðin halda utan sunnudaginn 13. október en mótið hefst þann 14. október. Heimkoma er svo 18. október, degi eftir að móti lýkur.
Lárus Jón Thorarensen og Sladjana Smiljanic eru þjálfarar drengjaliðsins sem fer til IKAST. Þjálfarar þurftu að bæta leikmönnum í æfingahóp sinn um helgina þar sem einhver hluti drengjanna sögðu sig frá verkefninu.
Leikmenn U17 drengja
Patrick G. Bors, BF
Sölvi Páll Sigurpálsson, KA
Bjarni Hólmsteinsson, Keflavík
Sigurður Bjarni Kristinsson, Vestri
Kári Eydal, Vestri
Elvar Breki Árnason, HK
Sigvaldi Örn Óskarsson, Afturelding
Elvar Örn Halldórsson, HK
Valens Torfi Ingimundarson, HK
Hlynur Karlsson, Þróttur Nes
Hermann Hlynsson, HK
Börkur Marinósson, Þróttur Nes