Þjálfarateymi U19 kvenna er Borja Gonzalez Vicente og Paula Del Olmo Gomez. Þau hafa valið eftirtalda leikmenn í liðið
Líney Inga Guðmundsdóttir, HK
Lejla Sara Hadziredzepovic, HK
Daníela Grétarsdóttir, Afturelding
Rut Ragnarsdóttir, Afturelding
Valdís Unnur Einarsdóttir, Afturelding
Ester Rún Jónsdóttir, Þróttur Fjarðabyggð
Sara Ósk Stefánsdóttir, DHV Odense
Heiðbrá Björgvinsdóttir, KA
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, HK
Jóna Margrét Arnarsdóttir, KA
Heba Sól Stefánsdóttir, HK
Arna Sólrún Heimisdóttir, HK
Þjálfarateymi U19 karla er Massimo Pistoia og Tamas Kaposi. Þeir hafa valið eftirtalda leikmenn í liðið
Valens Torfi Ingimundarson, HK
Börkur Marinósson, Þróttur Fjarðabyggð
Gísli Marteinn Baldvinsson, KA
Sigurður Bjarni Kristinsson, Vestri
Hermann Hlynsson, HK
Draupnir Jarl Kristjánsson, KA
Elvar Örn Halldórsson, HK
Sölvi Páll Sigurpálsson, KA
Ísak Tandri Zoega, Þróttur Fjarðabyggð
Davíð Freyr Eiríksson, HK
Egill Kolka Hlöðversson, Þróttur Fjarðabyggð
Dren Morina, HK
Sjúkraþjálfarar með liðunum eru Kristín Reynisdóttir og Guðbjörg Valdimarsdóttir en Kristján Valdimarsson er fararstjóri. Með í för eru tveir íslenskir dómarar, þeir Sævar Már Guðmundsson og Ismar Hadziredzepovic.
U19 ára hópurinn leggur af stað í rúmlega sólarhringsferðalag til Rovaniemi í fyrramálið. Flogið er til Stokkhólms og þaðan yfir til Helsinki. Annað kvöld fer hópurinn svo í næturlest alla leið til Rovaniemi og er lestin búin svefnklefum. Snemma að morgni fimmtudagsins er áætluð koma á áfangastað þar sem gist verður á hóteli sem heitir Santasport en bær þessi er þekktur fyrir það að hafa eignað sér jólasveininn. Aldrei að vita nema að jóli kíki í heimsókn á hópinn.
Þau sem vilja fylgjast með mótinu er bent á Facebook síðu mótsins.