Unbroken deildirnar í blaki

Blaksamband Íslands og UNBROKEN hafa gert með sér samstarfssamning og munu Úrvalsdeildir karla og kvenna nú bera nafnið UNBROKEN deildir karla og kvenna.

Samningurinn er til tveggja ára og er stjórn Blaksambands Íslands mjög ánægð með samninginn og væntir mikils af þessu samstarfi við íslenska sjávarlíftækni fyrirtækið sem framleiðir íþrótta- og heilsudrykkinn Unbroken. 
Grétar Eggertsson, formaður BLÍ

Við fögnum því að hefja formlegt samstarf við BLÍ. Okkar stefna felst meðal annars í því að styðja við íslenskar íþróttir og erum spennt fyrir því að stíga inn á blakvöllinn. 
Unbroken hefur sýnt sig og sannað undanfarin ár hjá okkar fremsta íþróttafólki jafnt sem almenningi til að auka afköst sín og betri líðan. 
Auðunn Örn Gylfason, sölustjóri Unbroken. 

Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands skrifar undir samning við Unbroken