Á laugardaginn síðasta var uppskeruhátíðin haldin með verðlaunaafhendingu til einstaklinga vegna árangurs í Mizunodeildum karla og kvenna. Bestu og efnilegustu leikmenn voru útnefndir ásamt dómara ársins og sérstök félagsverðlaun voru afhent fyrir umgjörð leikja.
Hátíðin var í hádegishléinu á ársþingi BLÍ og var hafist handa við verðlaunaafhendingar til stigahæstu leikmanna í Mizunodeildunum en að þessu sinni var reiknað út meðaltal stiga á hverja spilaða hrinu meðal leikmanna þar sem liðin spiluðu ekki jafn marga leiki á tímabilinu vegna COVID.
Mizunodeild karla
Stigahæstur í sókn var Miguel Mateo Castrillo, KA
Stigahæstur í hávörn var Kristófer Björn Ólason Proppé, HK
Stigahæstur í uppgjöfum var Wiktor Mielzarek, Hamar
Stigahæstur samtals var Miguel Mateo Castrillo, KA
Mizunodeild kvenna
Stigahæst í sókn var Thelma Dögg Grétarsdóttir, Aftureldingu
Stigahæst í hávörn var Hanna María Friðriksdóttir, HK
Stigahæst í uppgjöf var Thelma Dögg Grétarsdóttir, Aftureldingu
Stigahæst samtals var Thelma Dögg Grétarsdóttir, Aftureldingu
Félagsverðlaun voru veitt til blakdeildar KA að þessu sinni en það eru stjórn BLÍ, starfsmenn BLÍ og dómarar sem leggja mat á bestu umgjörð hjá félögunum.
Fyrirliðar og þjálfarar kjósa í lið ársins og besta dómara tímabilsins. Fjórða tímabilið í röð var Sævar Már Guðmundsson útnefndur dómari ársins en hann hefur alls 12 sinnum hlotið þessa útnefningu á ferlinum.
Lið ársins 2020-2021 í Mizunodeild karla
Lið ársins 2020-2021 í Mizunodeild kvenna
Efnilegustu leikmenn tímabilsins
Bestu leikmenn tímabilsins