Fréttir af landsliðinu

U19 landslið kvenna á NEVZA í Rovaniemi 2022
U19 landslið kvenna í blaki er komið heim eftir að hafa tekið þátt í Norðurevrópumóti (NEVZA) unglingalandsliða. Stelpurnar kláruðu mótið í 5. sæti eftir að þær
U19 æfingahópur kvenna
Borja Gonzales, aðalþjálfari U19 kvennalandsliðsins, og Gígja Guðnadóttir aðstoðarþjálfari hafa valið 14 manna æfingahóp fyrir NEVZA mót U19 sem fer fram helgina 28.-30. október í

Ísland í 4. og 5. sæti í NEVZA U19
Íslensku liðin hafa lokið keppni í NEVZA U19 árið 2021. Þetta var fyrsta U19 mótið í tvö ár vegna COVID. Íslensku liðin áttu ágætan lokadag eftir erfiða tvo fyrstu dagana í mótinu.

Klár í slaginn!
Íslensku liðin mættu fyrst allra liða til Rovaniemi í Finnlandi í morgun eftir um sólarhrings ferðalag úr Laugardalnum. Flogið var frá Íslandi til Stokkhólms og þaðan svo yfir til Helsinki þaðan sem næturlest var tekin. Flestir sváfu vel í lestinni og þegar leið undir morgun var hún komin á endastöð í Rovaniemi, eða um kl. 7:30.

U19 ára landsliðin á leið í NEVZA
Þjálfarar U19 ára landsliðanna völdu lið sín á dögunum sem halda til ROVANIEMI í Finnlandi um næstu helgi. Hópurinn fer af stað í fyrramálið en keppni hefst svo á föstudag í heimabæ jólasveinsins.

Ísland SCA meistari 2021 í U19 kvenna
EEE Um helgina fór fram alþjóðleg keppni í blaki kvenna U19. Mótið var haldið af Blaksambandi Íslands og fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni en þetta var fyrsta alþjóða blakkeppnin sem hefur verið haldin á Íslandi síðustu 2 árin.

U19 liðið valið
Landsliðsþjálfarar U19 liðs kvenna hafa valið lokahóp sinn fyrir SCA á mótið á Laugarvatni um næstu helgi. Borja Gonzalez Vicente og Thelma Dögg Grétarsdóttir eru þjálfarar liðsins og hafa valið eftirtalda leikmenn í lokahóp.

U19 kvenna á Laugarvatni
Blaksamband Íslands hefur í samstarfi með Small Countries Association verið að skipuleggja U19 mót kvenna á Laugarvatni sem fram fer um næstu helgi. Unglingalandsliðin í blaki hafa ekki leikið opinberan landsleik síðan í lok október 2019 og er því loksins komið að því.

Hæfileikabúðir BLÍ á Akureyri
Um helgina fara fram hæfileikabúðir BLÍ á Akureyri þar sem hátt í 90 þátttakendur mæta og taka þátt í metnaðarfullri dagskrá á vegum BLÍ. Í fyrsta skipti heldur BLÍ úti hæfileikabúðum á tveimur stöðum á landinu með einungis tveggja vikna milli bili. Aðsóknin hefur verið frábær og uppselt í báðar búðir út frá þeim fjöldatakmörkunum sem við búum við um þessar mundir.

Akureyri 27.-29. ágúst – námskeið
Það verður nóg um að vera á Akureyri helgina 27.-29. ágúst næstkomandi. Burkhard Disch, afreksstjóri BLÍ, hefur yfirumsjón með öllum þessum viðburðum.

Viðburðarík helgi að Varmá
Auk þess að standa fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir íþróttakennara um helgina fóru einnig fram hæfileikabúðir og æfingahelgi fyrir U19 ára karla- og kvennalandsliðin okkar.

Hæfileikabúðir BLÍ og U19 æfingahelgi að Varmá
Um komandi helgi fer fram árlegur viðburður hjá Blaksambandinu þegar hæfileikabúðir sambandsins fara fram að Varmá í Mosfellsbæ. Samhliða hæfileikabúðunum æfir einnig U19 karla- og