Fréttir

Tilmæli um áhorfendabann

Stjórn Blaksambands Íslands og formenn félaga með lið í úrvalsdeild og 1. deild funduðu á mánudag um framhald deildakeppni og úrslitakeppnina. Á fundinum kom út sameiginleg niðurstaða um að leyfa ekki áhorfendur á þeim leikjum sem eftir eru í deildakeppninni vegna stöðunnar í COVID 19 faraldrinum í samfélaginu. Sama staða var á blakleikjum eftir áramótin […]

Tilmæli um áhorfendabann Read More »

Mótshaldarar neðri deilda tímabilið 2021-2022 – Búið að opna fyrir umsóknir

Undirbúningur fyrir tímabilið 2021-2022 er hafinn. Búið er að ákveða mótshelgar fyrir Íslandsmót neðri deilda (2. deild og neðar) og óskar BLÍ eftir mótshöldurum. Helgarnar sem um ræðir eru eftirfarandi:  Helgarmót 16.-7. nóvemberHelgarmót 28.-9 janúarHelgarmót 326.-27. mars  ATH! Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga ef landsliðsstarf skarast á við ofangreindar dagsetningar. Vegna Covid þá er

Mótshaldarar neðri deilda tímabilið 2021-2022 – Búið að opna fyrir umsóknir Read More »

Endurræsing deildarkeppni og úrslitakeppni framundan

Deildarkeppni í Mizunodeild karla og kvenna hefst aftur frá og með morgundeginum, nánar til tekið miðvikudeginum 21. apríl. Þá fara fram tveir leiki í Mizunodeild karla af þeim átta deildarleikjum sem eftir eru á tímabilinu en eins og upplýst hefur verið um mun deildarkeppni í efstu og næst efstudeild ljúka í lok mánaðar. Þrír leikir

Endurræsing deildarkeppni og úrslitakeppni framundan Read More »

Leikjum kvöldsins frestað

Tveir leikir voru á dagskrá í Mizunodeildinni í blaki í kvöld, Álftanes-HK kvenna og Hamar-Þróttur Vogum karla. Þeim leikjum hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma vegna COVID19 heimsfaraldurs. Eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar aðgerðir vegna Covid 19 er ljóst að allt íþróttastarf mun liggja niðri næstu 3 vikurnar. Eftir fundinn ákváð Blaksambandið að fresta

Leikjum kvöldsins frestað Read More »

Vefráðstefnur hjá CEV á næstunni – skráning opin

CEV stendur fyrir vefráðstefnum núna í lok mars og í apríl. Búið er að opna fyrir skráningu í þrjár vefráðstefnur sem tengjast Skólaverkefni CEV og er einblínt á blak þjálfun eða kennslu ungra blakara – krakkablak. Tilvalið að þjálfarar, kennarar eða hver sem vinnur með börnum í blaki núna eða í náinni framtíð skrái sig

Vefráðstefnur hjá CEV á næstunni – skráning opin Read More »

Íslandsmót yngri flokka í maí – skráning opin

Búið er að opna fyrir skráningu á Íslandsmót yngri flokka en mótin verða haldin í maí mánuði.  Keppni í U18 og U15 karla ásamt U16 og U14 kvenna fer fram í Neskaupstað helgina 8.-9. maí þar sem keppt verður í 6 manna blaki.  Keppni í  U12, U10 og U8 fer fram helgina 15.-16. maí á Ísafirði. 

Íslandsmót yngri flokka í maí – skráning opin Read More »

Íslandsmótshelgi neðri deilda frestað til 23.-25. apríl

Stjórn BLÍ hefur ákveðið að fresta Íslandsmótshelgi neðri deilda sem átti að vera helgina 26.-28. mars og verður í staðin leikin 23.-25. apríl. Vinna er hafin við að finna mótsstaði og verða þeir tilkynntir liðunum fyrir páska. Stjórn BLÍ hefur einnig tekið ákvörðun um að önnur Íslandsmótshelgi verði leikin 28.-30. maí en úrslitakeppni efstu deildar

Íslandsmótshelgi neðri deilda frestað til 23.-25. apríl Read More »

Kjörísbikarmeistarar 2021

Um helgina fór fram úrslitahelgin í Kjörísbikarnum. HK vann úrslitaleikinn í kvennaflokki og Hamar vann úrslitaleikinn í karlaflokki. Umgjörðin var frábær eins og alltaf og andrúmsloftið mjög gott í Digranesi þrátt fyrir mjög strangar sóttvarnarráðstafanir bæði meðal áhorfenda og á keppnissvæði. Alls voru sex leikir á dagskrá um helgina en á föstudag mættust í fyrsta

Kjörísbikarmeistarar 2021 Read More »