Fréttir

Breytt starfshlutfall á skrifstofu BLÍ og breyttur opnunartími

Frá því að samkomubann var sett á þann 16. mars þá hafa verkefni á skrifstofu BLÍ tekið breytingum og þá ekki síst eftir að deildakeppni var hætt þann 20. mars. Þá er einnig öruggt að breytingarnar verða enn meiri eftir ákvörðun stjórnar að leiktíðinni 2019-2020 væri lokið. Ljóst er að íþróttalegt og fjárhagslegt tjón Blaksambandsins […]

Breytt starfshlutfall á skrifstofu BLÍ og breyttur opnunartími Read More »

Tilkynning varðandi Steinöld

Fyrir tæpum þremur vikum var ákvörðun tekin af mótsnefnd Steinaldar, Öldungaráði og stjórn BLÍ að Steinöld 2020 yrði frestað til 18.-20. september 2020. Sú ákvörðun var tekin miðað við aðstæður á þeim tíma. Frá því að sú ákvörðun lá fyrir hafa reglulega komið fram nýjar upplýsingar um framþróun faraldsins og í ljósi þeirra upplýsinga hefur

Tilkynning varðandi Steinöld Read More »

Tilkynning um lok tímabilsins 2019-2020

Stjórn Blaksambands Íslands fundaði á föstudaginn til að taka erfiðar ákvarðanir. Stjórnin gaf út tilkynningu í dag til forráðamanna liða í Mizunodeildum karla og kvenna og liða sem voru komin í undanúrslitin í Kjörísbikarnum. Tilkynningin er hér í heild sinni. Á stjórnarfundi BLÍ þann 20. mars 2020 var samþykkt ákvörðun um að framhald úrslitakeppni og

Tilkynning um lok tímabilsins 2019-2020 Read More »

Yfirlýsing frá BLÍ

Stjórn BLÍ og mótanefnd sambandsins hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna mótahalds í blaki: Mizunodeildum karla og kvenna keppnistímabilið 2019-2020 er aflýst. Staðan eins og hún var í deildunum kl. 00:00 mánudaginn 16. mars er lokastaðan í deildunum. KA er deildarmeistari í úrvalsdeild kvenna og Þróttur Neskaupstað er deildarmeistari í úrvalsdeild karla. Úrslitakeppni í Mizunodeildum karla og

Yfirlýsing frá BLÍ Read More »

Íþróttahreyfingin og COVID19

Tilkynning frá ÍSÍ þann 15. mars Í samskiptum ÍSÍ við landlækni, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur komið fram að vegna mikill anna við að koma af stað starfi í leik- og grunnskólum landsins, í samræmi við þær reglur um nú gilda, hefur ekki náðst að ljúka undirbúningi fyrir þátttöku leik- og grunnskólabarna í íþróttastarfi. Því

Íþróttahreyfingin og COVID19 Read More »

Afturelding B deildarmeistari 1. deildar karla – Úrslitakeppnin að hefjast

Deildarkeppni 1. deildar karla lauk núna um helgina en ljóst var að Afturelding B hafði tryggt sér deildarmeistaratitilinn áður en leikjum helgarinnar lauk. Lokaniðurstaða 1. deildar er hægt að sjá hér Úrslitakeppni 1. deildar hefst 18. mars nk. en fjögur efstu lið 1. deildar, sem ekki eru B-lið, taka þátt í henni og spila um

Afturelding B deildarmeistari 1. deildar karla – Úrslitakeppnin að hefjast Read More »