Fréttir

Tilmæli vegna Kórónaveirunnar

Vegna tilmæla frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis fer Blaksamband Íslands þess á leit við aðildarfélögin að þau sleppi því að heilsast með handabandi fyrir og eftir leik eins og venjan er þangað til annað verður ákveðið. Í stað handabandsins mælist BLÍ með því að liðin stilli sér upp með hefðbundnum hætti fyrir leik og […]

Tilmæli vegna Kórónaveirunnar Read More »

FINAL 4 – Dregið í undanúrslit

Föstudaginn 28. febrúar verður dregið í undanúrslit Kjörísbikarsins sem fram fara í Digranesi dagana 13.-15. mars. Blaðamannafundurinn verður haldinn í E-sal íþróttamiðstöðvar ÍSÍ kl.12:15 en honum verður einnig streymt á Facebook síðu sambandsins. Liðin í pottinum eru HK, Afturelding, Þróttur N. og Þróttur R. í kvennaflokki og HK, Afturelding, Þróttur N. og Álftanes í karlaflokki.

FINAL 4 – Dregið í undanúrslit Read More »

Stjórn BLÍ samþykkir félagaskipti með úrskurði

Undir lok janúar bárust tvenn félagaskipti á borð BLÍ þar sem félög höfðu neitað að skrifa undir til að heimila leikmanni að hafa félagaskipti.Um er að ræða félagaskipti Luz Medina frá KA til Aftureldingar og Kristins Freys Ómarssonar frá Aftureldingu til Fylkis.Báðum málunum var skotið til stjórnar BLÍ sem síðan óskaði eftir frekari gögnum til

Stjórn BLÍ samþykkir félagaskipti með úrskurði Read More »

Bikarmót yngri flokka um helgina

Helgina 8.-9. febrúar fer fram bikarmót yngri flokka í Kópavogi. Leikið verður í Digranesi og Fagralundi en leiknir verða 83 leikir yfir helgina. Í ár verður sú breyting á að bikarmótið klárast alveg um þessa helgi en síðastliðin ár hafa úrslitaleikir yngri flokka verið leiknir á Bikarhelgi BLÍ í mars – samhliða úrslitaleikjum í meistaraflokki.

Bikarmót yngri flokka um helgina Read More »

Umsóknir fyrir sumarið 2020

Strandblaksnefnd BLÍ hefur opnað fyrir umsóknir frá mótshöldurum fyrir stigamót og Íslandsmót sumarið 2020. Eftirfarandi dagsetningar eru til skoðunar hjá nefndinni: Stigamót 1: 6.-7. júníStigamót 2: 20.-21. júníStigamót 3: 4.-5. júlíStigamót 4: 18.-19. júlíStigamót 5: 25.-26. júlíÍslandsmótið í Strandblaki: 8.-9. ágúst. Vinsamlegast athugið að Strandblaksnefnd BLÍ er með nýtt netfang: strandblak@bli.is og er hægt að

Umsóknir fyrir sumarið 2020 Read More »

Heiðursmerki á afmælishátíð HK

Á 50 ára afmæli HK sem haldið var upp á um helgina sæmdi Blaksambandið fimm einstaklinga með heiðursmerkjum BLÍ. Á tímamótum sem þessum er venjan að sæma sjálfboðaliða í blakhreyfingunni með heiðursmerki sambandsins. Að þessu sinni var ákveðið að sæma 5 einstaklinga hjá Blakdeild HK með merkjum fyrir vel unnin störf í blakhreyfingunni. Vilborg Guðmundsdóttir

Heiðursmerki á afmælishátíð HK Read More »

Íslandsmót neðri deilda – helgarmót 2 afstaðið

Um liðna helgi fór fram önnur túrnering af þremur í Íslandsmóti neðri deilda þetta tímabilið. Mótshaldarar voru Afturelding og Hrunamenn en að Varmá voru allar kvennadeildirnar saman komnar og á Flúðum léku karlarnir í 2. og 3. deild. Helgina 21.-22. mars fer fram síðasta helgarmótið. Leikið verður í A og B úrslitum í öllum kvennadeildunum

Íslandsmót neðri deilda – helgarmót 2 afstaðið Read More »

Nýr bolti 2020

Stjórn Blaksambands Íslands hefur ákveðið um innleiðingu nýja keppnisboltans frá Mikasa. Nýr bolti í úrslitahelginni í Kjörísbikarnum. Ákveðið var á stjórnarfundi í síðustu viku að nýi boltinn verði fyrst tekinn í notkun í keppni 13.-15. mars þegar úrslitahelgin í Kjörísbikarnum 2020 fer fram. Frá og með næsta keppnistímabili (2020-2021) verði V200W boltinn svo skylda í

Nýr bolti 2020 Read More »

Brons hjá báðum

Bæði A landslið Íslands unnu til bronsverðlauna á NOVOTEL CUP 2020. Ungt kvennalið var sent til keppni þar sem fjölmargir leikmenn voru að stíga sín fyrstu skref í A landsliði en karlaliðið var örlítið reyndara, þó með nokkra sem spiluðu sinn fyrsta A landsleik. Keppni hófst föstudaginn 3. janúar þegar karlalandsliðið spilaði við England. Leikurinn

Brons hjá báðum Read More »