Óli Þór Júlíusson

Ársþing BLÍ 13. júní

Framkomnar tillögur hafa verið settar inn á heimasíðu BLÍ og kjörbréf send í tölvupósti til formanna blakdeilda og héraðssambanda/Íþróttabandalaga. Ársþing BLÍ fer fram laugardaginn 13. júní nk. í Laugardalnum. Þingið er það 48. í röðinni en alls mega 92 þingfulltrúar sitja þingið. Blak er stundað í 59 félögum víðsvegar um landið í 21 héraðssambandi/íþróttabandalagi. Iðkendafjöldi

Ársþing BLÍ 13. júní Read More »

Seinkun á útgefnum greiðsluseðlum vegna þátttökugjalda

Ekki hefur tekist að ljúka við að innleiða nýtt skráningarkerfi hjá BLÍ á sl. vikum og því hafa engir greiðsluseðlar með staðfestingargjöldum tímabilsins 2020-2021 verið sendir út til félganna. Verið er að vinna í því að skrá inn öll gögn og vonandi í vikulok eða fljótlega í næstu viku berast greiðsluseðlar í netbanka félaganna. Fyrir

Seinkun á útgefnum greiðsluseðlum vegna þátttökugjalda Read More »

Mizunolið ársins 2019-2020

Þegar Blaksamband Íslands aflýsti allri keppni í vor vegna COVID-19 átti einungis eftir að spila lokaumferðina í Mizunodeildum karla og kvenna. Undanfarnar vikur hafa liðin í deildinni verið að kjósa í lið ársins og er komið að því að tilkynna um valið. Tilkynningin kemur á heimasíðuna í dag en verðlaun verða svo afhent á ársþingi

Mizunolið ársins 2019-2020 Read More »

Ný dagsetning fyrir ársþing BLÍ er 13. júní nk.

Stjórn Blaksambands Íslands hefur ákveðið að 48. ársþing BLÍ sem fara átti fram í mars verði þann 13. júní næstkomandi í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ársþing BLÍ er haldið á hverju ári en á þingi er heimild til lagabreytinga og kosninga í stjórn. Nú þegar búið er að ákveða dagsetningu er ágætt að huga að breytingum

Ný dagsetning fyrir ársþing BLÍ er 13. júní nk. Read More »

Skráning í Íslandsmót BLÍ 2020-2021

Búið er að opna fyrir skráningar í Íslandsmót BLÍ fyrir tímabilið 2020-2021. Formenn og forsvarsmenn félaga hafa fengið tölvupóst með skráningarformi sem þarf að fylla út og skila til mótastjóra fyrir 15. maí nk. Skráningarfrestur 15. maí – umhugsunartími til 1. júní Skráningarfrestur skv. reglugerð BLÍ er til 15. maí fyrir þau lið sem tóku

Skráning í Íslandsmót BLÍ 2020-2021 Read More »

Þjálfaramenntun

Blaksamband Íslands hefur unnið að því að koma á laggirnar þjálfaramenntun BLÍ í samvinnu við fræðslusvið ÍSÍ. Sú vinna hefur skilað okkur á þann stað að sambandið er nú tilbúið að bjóða uppá námskeið fyrir fyrstu tvö stig þjálfaramenntunar „BLÍ 1 Þjálfarastig“ og „BLÍ 2 Þjálfarastig“ um miðjan júní. Þar er um að ræða fjarnámskeið

Þjálfaramenntun Read More »

Breytt starfshlutfall á skrifstofu BLÍ og breyttur opnunartími

Frá því að samkomubann var sett á þann 16. mars þá hafa verkefni á skrifstofu BLÍ tekið breytingum og þá ekki síst eftir að deildakeppni var hætt þann 20. mars. Þá er einnig öruggt að breytingarnar verða enn meiri eftir ákvörðun stjórnar að leiktíðinni 2019-2020 væri lokið. Ljóst er að íþróttalegt og fjárhagslegt tjón Blaksambandsins

Breytt starfshlutfall á skrifstofu BLÍ og breyttur opnunartími Read More »

Tilkynning varðandi Steinöld

Fyrir tæpum þremur vikum var ákvörðun tekin af mótsnefnd Steinaldar, Öldungaráði og stjórn BLÍ að Steinöld 2020 yrði frestað til 18.-20. september 2020. Sú ákvörðun var tekin miðað við aðstæður á þeim tíma. Frá því að sú ákvörðun lá fyrir hafa reglulega komið fram nýjar upplýsingar um framþróun faraldsins og í ljósi þeirra upplýsinga hefur

Tilkynning varðandi Steinöld Read More »