Fréttir

Leikjaniðurröðun í Mizuno og 1. deild klár

Búið er að uppfæra mótakerfi BLÍ og allir leikir í Mizunodeild karla, Mizunodeild kvenna og 1. deild kvenna komnir inn í kerfið. Leikjaniðurröðunina er hægt að skoða hér: Mizunodeild karlahttps://bli-web.dataproject.com/CompetitionMatches.aspx?ID=67&PID=85 Mizunodeild kvennahttps://bli-web.dataproject.com/CompetitionMatches.aspx?ID=59&PID=75 1. deild kvennahttps://bli-web.dataproject.com/CompetitionHome.aspx?ID=61

Leikjaniðurröðun í Mizuno og 1. deild klár Read More »

Íslandsmeistarar í strandblaki krýndir

Íslandsmótið í strandblaki fór fram um helgina víðsvegar um Höfuðborgarsvæðið. Mótið var haldið þrátt fyrir strangar kröfur um sóttvarnir en áhorfendabann var á öllum leikjum. Úrslitaleikirnir voru spilaðir á sunnudag í blíðskapar veðri í Laugardalnum. HK var mótshaldari að þessu sinni en leikið var í Fagralundi í Kópavogi, Árbæjarsundlaug og við Laugardalslaug. Íslandsmeistarar í karlaflokki

Íslandsmeistarar í strandblaki krýndir Read More »

Hæfileikabúðir BLÍ – Dagskrá

Blaksamband Íslands stendur fyrir hæfileikabúðum fyrir ungmenni 12-15 ára um helgina í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Um 50 þátttakendur eru skráðir í búðirnar frá félögum á landinu. Búðirnar eru skipulagðar af afreksstjóra BLÍ, Burkhard Disch og yfirþjálfurunum Borja Gonzalez Vicente og Ana María Vidal Bouza. Þjálfarar úr þjálfaranámskeiðum BLÍ frá því í sumar verða

Hæfileikabúðir BLÍ – Dagskrá Read More »

Reglur BLÍ um sóttvarnir v/Covid19

Blaksamband Íslands gefur út reglur samþykktar af ÍSÍ og yfirvöldum um æfingar, æfingaleiki og framkvæmd leikja á vegum BLÍ Sóttvarnarreglur BLÍ Blaksamband Íslands leggur áherslu á við félögin að kynna þessar reglur sérstaklega fyrir leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum og fara eftir þeim svo hægt verði að æfa og keppa á komandi keppnistímabili. Reglurnar eiga við

Reglur BLÍ um sóttvarnir v/Covid19 Read More »

Blaksamband Íslands, merki

Deildarniðurröðun klár fyrir tímabilið 2020-2021

Í ár eru 101 lið skráð til þátttöku í Íslandsmótinu 2020-2021 – 69 kvennalið í sjö deildum og 32 karlalið í þremur deildum. Í ár verður engin 1.deild karla en Fylkir, Hamar og Þróttur V. taka öll sæti í Mizunodeildinni þetta keppnistímabilið. BF óskaði í kjölfarið eftir sæti í 2.deild og því breytist nokkuð deildarfyrirkomulag

Deildarniðurröðun klár fyrir tímabilið 2020-2021 Read More »

Skráningarfrestur í Hæfileikabúðir BLÍ framlengur til 20. ágúst

BLÍ hefur ákveðið að framlengja skráningarfrest fyrir aldurinn í Hæfileikabúðir sambandsins til fimmtudagsins 20. ágúst. Búðirnar verða haldnar fyrir aldurinn 12-15 ára en búið er að aflýsa búðunum fyrir 16 ára og eldri. Skráning fer fram á bli.felog.is

Skráningarfrestur í Hæfileikabúðir BLÍ framlengur til 20. ágúst Read More »

Æfingar og mótahald- reglur í vinnslu

Blaksamband Íslands eins og önnur sérsambönd innan ÍSÍ funduðu í hádeginu í dag. Þar kom skýrt fram að áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaleikjum skv. auglýsingu sem gildir frá 14.-27. ágúst. Blaksambandið vinnur nú að reglum sem snúa að æfingum og mótahaldi í blaki sem uppfylla kröfur yfirvalda um sóttvarnir. Reglurnar þurfa samþykki ÍSÍ og

Æfingar og mótahald- reglur í vinnslu Read More »

Metfjöldi liða í úrvalsdeild

Leiktímabilið 2020-2021 hefst í næsta mánuði en metfjöldi liða hafa tilkynnt þátttöku sína í úrvalsdeildunum. Þrjú ný lið eru í úrvalsdeild karla. Þátttökutilkynningar bárust til Blaksambandsins í sumar en það var endanlega staðfest í síðustu viku hvaða lið taka þátt. Hamar, Fylkir og Þróttur Vogum koma ný inn í úrvalsdeild karla og halda liðin frá

Metfjöldi liða í úrvalsdeild Read More »

Hæfileikabúðir BLÍ – tilkynning

Ákveðið hefur verið að færa Hæfileikabúðir BLÍ í Mosfellsbæ til 21.-23. ágúst og verða þær eingöngu fyrir yngri hópinn 12-15 ára (f. 2005 og síðar). Þetta er gert vegna aðstæðna í samfélaginu vegna Covid19 en með sóttvarnarreglum almannavarna er ekki hægt að hafa búðirnar fyrir 16-19 ára eins og til stóð. Búið er að loka

Hæfileikabúðir BLÍ – tilkynning Read More »

Æfingar og mótahald – hertar sóttvarnaraðgerðir

Frekari skýringar bárust ÍSÍ fyrir helgi á áhrifum þeirra sóttvarnaraðgerða sem tóku gildi á hádegi á föstudag síðastliðinn á skipulagt íþróttastarf. Blaksamband Íslands tekur undir þessar reglur og mælist til þess að farið verði eftir þessum einföldu reglum. Að gert verði hlé á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi eða

Æfingar og mótahald – hertar sóttvarnaraðgerðir Read More »