Covid 19

Tilmæli um áhorfendabann

Stjórn Blaksambands Íslands og formenn félaga með lið í úrvalsdeild og 1. deild funduðu á mánudag um framhald deildakeppni og úrslitakeppnina. Á fundinum kom út sameiginleg niðurstaða um að leyfa ekki áhorfendur á þeim leikjum sem eftir eru í deildakeppninni vegna stöðunnar í COVID 19 faraldrinum í samfélaginu. Sama staða var á blakleikjum eftir áramótin […]

Tilmæli um áhorfendabann Read More »

Leikjum kvöldsins frestað

Tveir leikir voru á dagskrá í Mizunodeildinni í blaki í kvöld, Álftanes-HK kvenna og Hamar-Þróttur Vogum karla. Þeim leikjum hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma vegna COVID19 heimsfaraldurs. Eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar aðgerðir vegna Covid 19 er ljóst að allt íþróttastarf mun liggja niðri næstu 3 vikurnar. Eftir fundinn ákváð Blaksambandið að fresta

Leikjum kvöldsins frestað Read More »

Félagaskiptagluggi framlengdur og uppfærðar sóttvarnarreglur

Stjórn Blaksambands Íslands samþykkti á fundi sínum í gær viðauka við COVID reglugerð sambandsins. Í viðaukanum er félagaskiptaglugginn framlengdur til 28. febrúar og því bætt við að ekki verður hægt að sækja um leikheimild eftir þann tíma. Þá hefur leiktímabilið verið formlega framlengt og hefur mótanefnd nú tíma til 30. júní til að klára leiktímabilið.

Félagaskiptagluggi framlengdur og uppfærðar sóttvarnarreglur Read More »

Heilbrigðisráðuneytið samþykkti undanþágubeiðni BLÍ

Eftir nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í dag og æfingar efstu deildanna í blaki heimilar með takmörkunum þó, var ákveðið að BLÍ sendi inn undanþágubeiðni skv. 8 greininni í reglugerðinni um æfingar í 1. deild kvenna. Heilbrigðisráðuneytið fór yfir umsókn BLÍ í dag og hefur samþykkt að heimila liðum í 1. deild kvenna að

Heilbrigðisráðuneytið samþykkti undanþágubeiðni BLÍ Read More »

„Getum enn spilað blak heima“

CEV heldur áfram með netfyrirlestra um leiðir til að æfa og þjálfa sig í blaki í heimsfaraldri. Það þarf að skrá sig til að fá aðgang að fyrirlestrinum en allar upplýsingar má finna hér á heimasíðu CEV. Viðburðurinn er á fimmtudaginn næsta 10. desember kl. 14.00 CET (kl. 13.00 á Íslandi). Fyrirlestrar sem þessir eru

„Getum enn spilað blak heima“ Read More »

Barnastarfið í gang að nýju

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra vegna Covid-19 tók gildi í dag þar sem heimilað hafa verið æfingar hjá börnum á grunnskólaaldri. Þetta er mikið ánægjuefni þar sem starfið hefur legið meira og minna niðri síðan í byrjun október vegna heimsfaraldurs. Blaksamband Íslands uppfærði sóttvarnarreglurnar í morgun með vísun í reglugerð ráðherra. Þau sem fædd eru 2004 og

Barnastarfið í gang að nýju Read More »

Íþróttastarf óheimilt til 17. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra var kynnt nú eftir hádegið og er orðið ljóst að allt íþróttastarf er óheimilt til 17. nóvember. Æfingar og keppni eru því óheimilar frá og með 31. október og þarf enn og aftur að endurmeta endurræsingu Íslandsmótsins í blaki. ÍSÍ sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu og má lesa meira um

Íþróttastarf óheimilt til 17. nóvember Read More »

Æft að nýju á höfuðborgarsvæðinu

Fulltrúar allra íþrótta- og tómstundamálasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólki almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins ákváðu á fundi sínum í dag að meistaraflokkar og afrekshópar geti hafið æfingar að nýju í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna. Hvert sveitarfélag ákveður hvenær starf getur hafist þar sem undirbúa þarf opnun í samstarfi við starfsfólk mannvirkjanna og í samræmi við

Æft að nýju á höfuðborgarsvæðinu Read More »

Sóttvarnarreglur BLÍ uppfærðar

Blaksamband Íslands hefur uppfært sóttvarnarreglur BLÍ m.v. reglugerð ráðherra frá 20.10.2020. Reglurnar eru í gildi til 10. nóvember. Helstu breytingar snúa að æfingum á höfuðborgarsvæðinu ef íþróttamannvirkin opna á gildistímanum þá mega þær fara fram með ströngum skilyrðum, m.a. 2 metra nálægðarmörk og engin snerting meðal leikmanna og að hver og einn sé að æfa

Sóttvarnarreglur BLÍ uppfærðar Read More »