U19 liðið valið
Landsliðsþjálfarar U19 liðs kvenna hafa valið lokahóp sinn fyrir SCA á mótið á Laugarvatni um næstu helgi. Borja Gonzalez Vicente og Thelma Dögg Grétarsdóttir eru þjálfarar liðsins og hafa valið eftirtalda leikmenn í lokahóp.
Efni tengt U19 ára landsliði kvenna
Landsliðsþjálfarar U19 liðs kvenna hafa valið lokahóp sinn fyrir SCA á mótið á Laugarvatni um næstu helgi. Borja Gonzalez Vicente og Thelma Dögg Grétarsdóttir eru þjálfarar liðsins og hafa valið eftirtalda leikmenn í lokahóp.
Blaksamband Íslands hefur í samstarfi með Small Countries Association verið að skipuleggja U19 mót kvenna á Laugarvatni sem fram fer um næstu helgi. Unglingalandsliðin í blaki hafa ekki leikið opinberan landsleik síðan í lok október 2019 og er því loksins komið að því.
U19 kvenna á Laugarvatni Read More »
Um helgina fara fram hæfileikabúðir BLÍ á Akureyri þar sem hátt í 90 þátttakendur mæta og taka þátt í metnaðarfullri dagskrá á vegum BLÍ. Í fyrsta skipti heldur BLÍ úti hæfileikabúðum á tveimur stöðum á landinu með einungis tveggja vikna milli bili. Aðsóknin hefur verið frábær og uppselt í báðar búðir út frá þeim fjöldatakmörkunum sem við búum við um þessar mundir.
Hæfileikabúðir BLÍ á Akureyri Read More »
Það verður nóg um að vera á Akureyri helgina 27.-29. ágúst næstkomandi. Burkhard Disch, afreksstjóri BLÍ, hefur yfirumsjón með öllum þessum viðburðum.
Akureyri 27.-29. ágúst – námskeið Read More »
Auk þess að standa fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir íþróttakennara um helgina fóru einnig fram hæfileikabúðir og æfingahelgi fyrir U19 ára karla- og kvennalandsliðin okkar.
Viðburðarík helgi að Varmá Read More »
Um komandi helgi fer fram árlegur viðburður hjá Blaksambandinu þegar hæfileikabúðir sambandsins fara fram að Varmá í Mosfellsbæ. Samhliða hæfileikabúðunum æfir einnig U19 karla- og kvennalandslið Íslands um helgina. Íþróttamiðstöðin að Varmá mun því vera þétt setin af ungum og efnilegum blökurum en að Varmá eru í heildina 9 blakvellir og auðvelt að hólfaskipta hæfileikabúðunum
Hæfileikabúðir BLÍ og U19 æfingahelgi að Varmá Read More »
Afreksnefnd BLÍ hefur gefið út þau verkefni sem farð verður í með haustinu. Stefnt er á að senda U17 og U19 í NEVZA keppnir í Danmörku og Finnlandi auk þess sem U19 drengir og stúlkur keppa meðal Smáþjóðanna. Eftir að landsliðsstarf hefur legið niðri á í kórónuveirufaraldrinum er kærkomið að tilkynna að starfið sé að
Unglingalandslið af stað í haust Read More »
Íslensku krakkarnir í U19 luku keppni fyrr í dag þegar þau léku lokaleiki sína í Finnlandi. Strákarnir gerðu vel og hefndu ófaranna í gær þegar þeir unnu England 3-2 (25-19, 26-28, 25-19, 20-25, 17-19) í æsispennandi leik. Með sigrinum tryggðu strákarnir sér 5. sætið á mótinu. Stigahæstir voru þeir Galdur Máni Davíðsson með 17 stig
Tap og sigur á lokadegi NEVZA U19 Read More »
Keppnisdegi tvö er lokið í Finnlandi og léku strákarni tvo leiki á meðan stelpurnar léku einn. Strákarnir hófu daginn á því að leika við Englendinga í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Leikurinn tapaðist 3-0 (25-12, 25-21, 25-21) og enduðu strákarnir því í neðsta sæti í sínum riðli. Markús Ingi Matthíasson var stigahæstur íslensku strákanna með 7
Annar keppnisdagur á NEVZA U19 Read More »
Bæði U19 liðin spiluðu tvo leiki hvort í dag og lauk þeim því miður öllum með tapi. Stákarnir byrjuðu á því að mæta Finnlandi, en Finnar eru með gífurlega sterkt lið og unnu leikinn 3-0 (25-13 25-18 25-17). Stigahæstir í íslenska liðinu voru þeir Valens Torfi Ingimundarson með 11 stig og Þórarinn Örn með 6
Fyrsti keppnisdagur U19 í Finnlandi Read More »