FINAL 4 – Dregið í undanúrslit
Föstudaginn 28. febrúar verður dregið í undanúrslit Kjörísbikarsins sem fram fara í Digranesi dagana 13.-15. mars. Blaðamannafundurinn verður haldinn í E-sal íþróttamiðstöðvar ÍSÍ kl.12:15 en honum verður einnig streymt á Facebook síðu sambandsins. Liðin í pottinum eru HK, Afturelding, Þróttur N. og Þróttur R. í kvennaflokki og HK, Afturelding, Þróttur N. og Álftanes í karlaflokki.
FINAL 4 – Dregið í undanúrslit Read More »