Klár í slaginn!
Íslensku liðin mættu fyrst allra liða til Rovaniemi í Finnlandi í morgun eftir um sólarhrings ferðalag úr Laugardalnum. Flogið var frá Íslandi til Stokkhólms og þaðan svo yfir til Helsinki þaðan sem næturlest var tekin. Flestir sváfu vel í lestinni og þegar leið undir morgun var hún komin á endastöð í Rovaniemi, eða um kl. 7:30.