Landslið

Efni tengt landsliðum

Klár í slaginn!

Íslensku liðin mættu fyrst allra liða til Rovaniemi í Finnlandi í morgun eftir um sólarhrings ferðalag úr Laugardalnum. Flogið var frá Íslandi til Stokkhólms og þaðan svo yfir til Helsinki þaðan sem næturlest var tekin. Flestir sváfu vel í lestinni og þegar leið undir morgun var hún komin á endastöð í Rovaniemi, eða um kl. 7:30.

Klár í slaginn! Read More »

Hæfileikabúðir BLÍ á Akureyri

Um helgina fara fram hæfileikabúðir BLÍ á Akureyri þar sem hátt í 90 þátttakendur mæta og taka þátt í metnaðarfullri dagskrá á vegum BLÍ. Í fyrsta skipti heldur BLÍ úti hæfileikabúðum á tveimur stöðum á landinu með einungis tveggja vikna milli bili. Aðsóknin hefur verið frábær og uppselt í báðar búðir út frá þeim fjöldatakmörkunum sem við búum við um þessar mundir.

Hæfileikabúðir BLÍ á Akureyri Read More »